Ferðin um Bandaríkin-Inga pino

by Ingibjörg Halla Ólafsdóttir

This free e-book was created with
Ourboox.com

Create your own amazing e-book!
It's simple and free.

Start now

Ferðin um Bandaríkin-Inga pino

  • Joined Jan 2017
  • Published Books 1

Undirbúningur

Ég og fjölskyldan mín ákváðum árið 2015 að við ætluðum til Bandaríkjanna. Við fórum í byrjun júlí og komum heim í byrjun ágúst. Við hefðum planað þessa ferð í hálft ár. Við ákváðum að fara í roadtrip um Bandaríkin við byrjuðum í Miami, Flórída og enduðum í Boston. Við höfðum safnað fyrir ferðinni í þó nokkurn tíma. Við flugum til Miami með Icelandair. Við lentum á flugvellinum í Miami og keyrðum á hótelið…

2
Ferðin um Bandaríkin-Inga pino by Ingibjörg Halla Ólafsdóttir - Ourboox.com

Miami

Við vorum í Miami, Flórída í 4 daga. Þetta var í fyrsta sinn sem að fjölskyldan fór til Miami en þó í 5 sinn sem við fórum til Flórída. Við gistum á mjög flottu hóteli við Hallandale beach. Við vorum á 22. hæð á hótelinu. Við gerðum ekki mikið í Miami, það eina sem við gerðum var að skoða okkur um og slaka á. Við eyddum miklum tíma á ströndinni og einnig í sundlauginni. Við fórum  á tvær mismunandi strendur við fórum á Hallandale beach sem var í 5 mínútna göngufæri frá hótelinu okkar og hinsvegar Golden beach sem er meira í miðbæ Miami. Við vorum mjög heppin með veður í þessa fjóra daga og við eyddum miklum tíma að rölta um borgina og skoða. Eftir æðislega fjögra daga dvöl keyrðum við svo í 3,5 klukkutíma til Sarasota Flórída.

4

Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.

5

Flórída

Við eyddum tæpum tveimur vikum í Flórída. Við vorum í einbýlishúsi með sundlaug í garðinum. Við eyddum því miklum tíma bara að slaka á í garðinum og sundlauginni. Við fórum í 3 garða á meðan við vorum í Flórída. Þeir heita Busch garden sem er tívolí og dýragarður, við fórum einnig í Islands of adventure sem er mjög stór og semmtilegur skemmtigarður og svo fórum við einnig í vatnsrennibrautagarð. Við vorum mjög óheppin með veður þannig við eyddum miklum tíma í það að versla. Við fórum í mörg moll og outlet. Við nýttum því alla dagana þegar það var ekki rigning í sundlauginni og ströndinni. Við fórum einnig á uppáhalds veitingastaðinn minn sem heitir Texas de Brazil. Áður en við lögðum af stað til að keyra til Ohio skutluðum við systur minni á flugvöllinn í Sarasota vegna þess að hún þurfti að fara heim. Eftir tvær vikur í slökun keyrðum við í 8 tíma til Ohio.

6

Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Sigridur Ingadottir.

7

Atlanta

Á leiðinni frá Flórída til Ohio stoppuðum við í Atlanta. Það var mikið um að vera í Atlanta þegar við komum þangað. Við fórum beint niður í miðbæ og þar var einhverskonar samankoma þar sem það var fullt af fólki útum allt. Það voru tónleikar í gangi og danskeppni svo einhvað sé nefnt. Við fórum einnig í parísarhjól til að sjá borgina betur. Við eyddum hálfum deginum í Atlanta áður en við keyrðum til Ohio í heimsókn til frænda míns.

8

Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Sigridur Ingadottir.

9

Ohio

Eftir endalausa bílferð frá Atlanta komumst við loksins til Ohio. Þar gistum við hjá frænda mínum sem býr þar með fjölskyldunni sinni. Amma mín var einnig hjá honum í heimsókn og ætlaði að eyða restinni af fríinu með okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem við kíktum í heimsókn til þeirra og einnig fyrsta sinn sem við sáum litlu frænku okkar. Við vorum þvó allan tímann með fjölskyldunni. Það var mjög gott veður í Ohio og því vorum við mikið úti. Eftir alltof stutta dvöl hjá frænda mínum var næsta stopp Boston en það var 16 tíma keyrsla þangað þannig við ákváðum að gista eina nótt í Buffalo.

10

Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.

11

Ferðin til Boston

Við keyrðum í 8 tíma til Buffalo og gistum þar á hóteli í eina nótt. Daginn eftir keyrðum við

að Niagra falls. Við skoðuðum Niagra falls og það var rosalega flott og gaman. Þegar við vorum búin að skoða fossana Bandaríkjameginn ákváðum við að keyra yfir til Kanada og sjá fossinn einnig Kanada meginn. Fossinn var enþa fallegri Kanada meginn heldur en hann var Bandaríkja meginn. Ég mæli meira með því að skoða Niagra falls Kanada meginn þar sem þú sérð hann betur þar. Svona afþví við vorum komin til Kanada ákváðum við aðeins að skoða okkur um. Við eyddum því nokkrum klukkutímum í viðbót í Kanada en lögðum svo af stað að keyra í aðra 8 tíma til að komast til Boston.

12

Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.Mynd frá Ingibjörg Halla Ólafsdóttir.

13

Seinustu dagarnir

Við vorum í 4 daga og Boston og nánast það eina sem við gerðum var að versla. Við fórum í 2 moll og eitt risastórt outlet. Þannig eiginlega allur tíminn í Boston fór í það að versla. Það fóru því 4 dagar í það að versla í Boston. Á hótelinu sem við gistum á var einnig sundlaug og körfuboltavöllur þannig þegar við vorum ekki að versla vorum við í sundi eða körfubolta. Síðan eftir 4 daga í Boston keyrðum við uppá flugvöll og flugum heim til Íslands með Icelsndair. Þegar við lentum í Keflavík biðu ættingjar okkar eftir okkur þar sem við vorum nýbúin að kaupa hús á Akureyri og vorum að fara að flytja strax. Þannig við kvöddum þau og keyrðum svo beint heim til AKureyrar í nýja húsið. Þar með var mjög langt en gott ferðalag á enda. Mæli endilega með því að keyra um Bandaríkin ekki bara er það ódýrara en að fljúga heldur líka miklu skemmtilegra. Vegna þess að þú að þú færð að skoða, sjá og upplifa miklu meira en ef að þú hefðir flogið.

14
This free e-book was created with
Ourboox.com

Create your own amazing e-book!
It's simple and free.

Start now

Ad Remove Ads [X]
Skip to content