by Inga Rakel Pálsdóttir
Copyright © 2017
Í lok júní árið 2016 fór ég Inga Rakel með mínu handbolta liði 4.fl KA/Þór og strákaliðinu 4.fl KA til svíþjóðar til að keppa á handboltamótinu Partille cup í Gautaborg. Árið áður sem sagt í júní 2015 byrjuðum við að safna pening fyrir ferðinni. Stærsta og besta fjáröflun sem ég hef tekið þátt í er töskuburður á Icelandair hótelinu. Við vorum í þeirri fjáröflun í heilt ár. Við tókum samt að okkur fleiri minni fjáraflanir inn á milli eins og t.d. Selja fisk, SÁÁ alfinn, Lakkrís og margt fleira.

Árið áður sem sagt í júní 2015 byrjuðum við að safna pening fyrir ferðinni. Stærsta og besta fjáröflun sem ég hef tekið þátt í er töskuburður á Icelandair hótelinu. Við vorum í þeirri fjáröflun í heilt ár. Við tókum samt að okkur fleiri minni fjáraflanir inn á milli eins og t.d. Selja fisk, SÁÁ alfinn, Lakkrís og margt fleira. við byrjuðum líka snemma að æfa fyrir mótið. Á sumrin fórum við út á gervigras og spiluðum handbolta þar til að æfa okkur útaf í svíþjóð er allur handbolti spilaður á gervigrasi þar.

Við lögðum af stað frekar snemma suður, allir saman í rútu. við ætluðum að brunma beint á keflavíkurflugvöll en planið breyttist aðeins þegar við fréttum að Ísland-Frakkland landsleikurinn í fótbolta var sýndur á ráðhústorginu í Reykjanesbæ. Við stoppuðum þar og horfðum á leikinn og fengum að borða og fórum svo uppá flugvöll.

Flugið fór klukkan einhverntíman um nóttina og lentum við í Svíðjóð um 03:00 leitið. Við keyrðum í skólan sem víð gistum í og sofnuðum í svona 2 tíma og vöknuðum svo og fórum í 3 tíma rútuferð í vatnsrennibrautagarðinn Skara Sommerland.

þetta var geggjað gaman, En við lögðum af stað heim í skólan og vorum búin að keyra í tvo tíma af þrem og þá tók Bílstjórinn sem talaði hvorki ensku né sænsku snögglega U-begju. Það vissi enginn afhverju við þurftum að snúa við, allir voru reiðir, Svangir, Pirraðir og Þreyttir og síðan hálftíma seinna kom í ljós að einhverjir selfossingar misskildu rútuplanið og þau þurftu einhverja rútu til að troða sér með í. Þá Ákvað gaurinn sem sá um allt planið að láta okkur, einu rútuna sem var pakkfull, Krakkarnir í rútunni hefðu ekkert fengið að sofa og voru búin að vera í rútu í rúmlega sólarhring, ekkert fengið að borða og já hann ákvað að láta þá rútu snúa við að sækja einhverjar stelpur.

Þegar við mættum í skólan vorum við alltof sein í mat og það var bara til pínu matur eftir. Stelpurnar frá selfoss tróðu sér á undan okkur í mat og kláruðu allan matinn! Það varð allt brjálað við áttum að eiga mat fyrir okkur því það var tekið smá mat frá sérstaklega fyrir okkur en nei síðan þurftum við að nota okkar eigin vasapening í mat sem Partille Cup stjórnin átti að skaffa allan mat handa okkur. Það var enginn sáttur með þetta en ef við lítum á björtu hliðarnar þá var þetta eiginlega það versta sem gerðist á öllu mótinu.

Hvert lið kepptu oftast 2 leiki á hverjum degi en stundum var bara einn leikur í 6 daga nema seinasta daginn þá máttum við ráða hvað við gerðum. Sumir fóru bara í mollið eða aðrir bara í tívolíið en einhverjir fóru bæði í moll og í tívolí semsagt það var bara misjafnt hvað allir gerðu.

Liðið mitt lenti í riðli með tvem liðum frá Svíþjóð,tvem liðum frá Noregri og einu liði frá brasilíu.

VIð unnum fyrsta leikin á móti einu norsku liði og næsti leikur var á móti liði frá svíþjóð. Annar leikurinn var algjör hörmund við spiluðum í mígandi rigningu þannig að við náðum engu gripi á boltanum útaf harpexið rann bara strax af. Dómararnir voru eldgamlir og dæmdu bara eftir leikreglum sem var löngu búið að breyta. Síðast en ekki síst þá var liðið sem við kepptum á móti svipað og dómararnir, liðið spilaði handbolta eins og hann var áður en handboltaþjálfarinn minn fæddist og hann er alveg frekar gamall.

í öðrum leik mótsins töpuðum við og 4 okkar meiddust. En við vældum ekki mikið af því útaf næsti leik sem við Rústuðum á móti brasilíu. við unnum alla næstu leiki og komum okkur í 16. liða úslit. sá leikur var líka góður því að sjálfsögðu unnum við hann líka. 8. líða úrslitin fóru ekki jafn vel því mjög margar okkar voru vel slasaðar og allar orðnar þreyttar því þetta var 3 leikurinn okkar þann dag.

Við vorum mjög sáttar að hafa komist í átta liða úrslit því okkur hafði gengið mikið betur á þessum 5 dögum í Svíþjóð heldur en allan veturinn í deildinni heima.

seinasta daginn voru allir á flakki en ég til dæmis fór fyrst með tvem stelpum að horfa á lið KA 1 keppa í undan úrslitum sem þeir töpuðu því miður. Síðan skrapp ég smá stund í mollið og eyddi síðan restinni af deginum í tívolíinu.

Leiðin heim var róleg alir voru frekar uppgefnir og sváfu í flugvélinni og rútunni næstum alla leið heim til Akureyrar. þetta var skemmtileg uppliðun sem allir muna vel eftir og lang flestir skemmtu sér vel nema sumir stundum þegar þeir týndust eða til dæmis einn sem fékk heilahristing. Allt endaði samt vel og allir glaðir.

Published: Jan 18, 2017
Latest Revision: Jan 30, 2017
Ourboox Unique Identifier: OB-227437
Copyright © 2017