by Aldís María Jóhannsdóttir
Copyright © 2017
Í sumar fór ég til Spánar í æfingarferð með fótbolta liðinu mínu. við vorum búnar að vera mjög duglegar að safna fyrir ferðinni með alskonar fjáröflum.Við Við flugum til Alicante með primeria air og það tók sirka 4 og hálfan tíma að fljúga.

Við gistum í litlum bæ sem heitir San petro de pinatar og vorum á mjög flottu hóteli sem Heitir Hotel Thalasia. Á hótelinu var Spa, Innisundlaug og úti sundlaug og Tennis vellir.

Við fórum á fótboltaæfingu á hverjum morgni á mjög flottu æfingarsvæði sem er rétt hjá Hotelinu. Í búri fyrir utan æfingarsvæðið voru tveir asnar í búri. Það var mjög gaman en á sama tíma mjög erfitt að æfa í þessum hita.

Þegar við vorum ekki á æfingu þá vorum við í verslunarmiðstöðvum að versla eða í sólbaði við sundlaugina á hótelinu. Við fórum líka einu sinni á ströndina og í vatnsrennubrautagarð.

Seinasta daginn kepptum við á móti Spænsku liði sem var frá San Pedro Del Pinatar. Við unnum þær léttilega enda var þetta ekkert sérstakt lið.

Þegar það var komið að heimferðinni voru allirmjög þreyttir eftir æðilsega ferð. Ég myndi gjarnan vilja gera þetta aftur!
Published: Jan 18, 2017
Latest Revision: Jan 30, 2017
Ourboox Unique Identifier: OB-227410
Copyright © 2017