by Hulda Karen Ingvarsdóttir
Copyright © 2017
Undirbúningur
Það var komið að því, ferðlaginu mikla. Ég, Kristín sem er ein af mínum bestu vinkonum og mamma mín vorum búnar að pakka í töskurnar og vorum tilbúnar að leggja af stað. Við ætlum að eyða næstu 5 dögum í Hollandi og skella okkur á leik á hjá íslenska kvennalandsliðinu þar sem þær eru að keppa á evrópumótinu þar. Við erum búnar að skipuleggja alla ferðina fyrir löngu og getum ekki beðið eftir að fara af stað. Við erum búnar að vera að skoða alls konar hluti sem hægt er að gera og var mjög erfitt að velja úr hvað við ætlum að skoða og gera. Ég vann allan veturinn fyrir ferðinni og ætla að borga ferðina sjálf.

Flugið
Við fljúgum frá Akureyri til Reykjavíkur 14. júlí og sofum þar þangað til við þurfum að vakna og fara út á Keflavíkurflugvöll þar sem við eigum flug með WOW air morguninn eftir til Amsterdam. Flugið tekur 3 klukkutíma og verðum við komnar til amsterdam um hádegi.

Amsterdam-Hótelið
Þegar við lendum í Amsterdam tökum við lest upp á hótel. Hótelið sem við gistum á heitir WestCord City Centre. Þegar við komum á hótelið og erum búnar að tékka okkur inn ætlum við að slappa aðeins af og skoða okkur aðeins um í kring.

Amsterdam-Fyrsta kvöldið
Fyrsta kvöldið ætlum við í eins og hálfs tíma siglingu í borginni. Í siglingunni verður boðið upp á pizzu, Ben and Jerrys ís og fría drykki. Það verður rosalega kósý og fallegt útsýni.

Amsterdam-dagur 2
Á degi 2 ætlum við að taka almennilega skoðunarferð um Amsterdam. Við ætlum að skella okkur í hop-on hop-off sightseeing tour með strætó. Strætóinn stoppar á 12 stöðum þar sem maður getur farið úr og skoðað. Við ætlum að velja nokkra af þessum 12 sem okkur langar til að skoða. Við ætlum meðal annars að skoða hús Önnu Frank sem ég er mjög spennt fyrir.

Amsterdam-dagur 3
Á degi 3 ætlum við að skella okkur í tveggja til þriggja tíma hjólatúr um borgina. Eftir hana förum við uppá hótel og pökkum dótinu niður vegna þess að við þurfum að taka lest til Tilburg þar sem við munum eyða restinni af ferðinni. Í Tilburg gistum við á Mercure Hotel Tilburg Centrum.

Tilburg-dagur 4
Þennan dag er sko leikdagur. Ísland keppir við Frakkland. Fyrsti leikurinn þeirra á EM. Leikurinn er um kvöldið þannig að við ætlum bara að dúlla okkur um daginn, versla og skoða okkur um og svona. Svo um kvöldið förum við á leikinn sem mun klárlega vera toppur ferðarinnar.

Tilburg-Síðasti dagurinn
Síðasta daginn ætlum við að skella okkur í einn flottasta skemmtigarð í heimi sem heitir Efteling og er rétt hjá Tilburg. Um kvöldið tökum við svo lest uppá flugvöll og eigum svo flug heim um kvöldið.

Published: Jan 18, 2017
Latest Revision: Jan 30, 2017
Ourboox Unique Identifier: OB-227419
Copyright © 2017